Skilvirk tímastjórnun

Skilvirk tímastjórnun

Almennt verð
39.900 kr
Afsláttarverð
39.900 kr
Magn verður að vera 1 eða meira

UM NÁMSKEIÐIÐ

Í umræðunni um bæði styttingu vinnuvikunnar og aukna hættu á kulnun starfsfólks er ein algengasta áskorun starfsmanna að nýta tímann sinn vel, forgangsraða verkefnum og skila afköstum án þess að álagið verði þeim ofviða og það bitni á andlegri heilsu. Á þessu námskeiði er farið yfir hagnýt ráð varðandi skipulag, skilvirkni, verkefnadreifingu, forgangsröðun, vinnulag og algenga tímaþjófa sem auðvelda einstaklingum að ná auknum árangri og huga að vellíðan á sama tíma.  

ÁVINNINGUR

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Geta aukið framleiðni án þess að finna fyrir kulnunareinkennum.

  • Geta forgangsraðað og lagt áherslu á mikilvægustu verkefnin.

  • Þekkja helstu tímaþjófa og hvernig vinna má með þá.

  • Hafa aukið samræmingu starfs og einkalífs.

  • Upplifa minni streitu og meiri verkgleði.

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR. Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

HVAÐ HAFA ÞÁTTTAKENDUR AÐ SEGJA UM NÁMSKEIÐIÐ?

,,Námskeiðið var mjög gott, tók til mín strax bættar aðferðir í tímastjórnun sem ég er strax farin að nota, til dæmis forgangsröðun.”

,,Mikið virði í efninu sem fjallað var um því auðvelt er að ímynda sér stöðuna ef maður ætti meiri tíma aflögu. Tækin sem okkur voru sýnd/gefin virtust einföld en engu að síður áhrifarík og því miklar líkur á að maður geti náð árangri með notkun þeirra.”

SKIPULAG

Tími: Kennsla fer fram á eftirfarandi tímum:

  • Föstudaginn 10. maí frá kl. 9:00-12:00

  • Föstudaginn 17. maí maí frá kl. 9:00-12:00

Lengd: 6 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 39.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.