Fyrirtækjalausnir

Vendum býður sérsniðnar fyrirtækjalausnir og hefur starfað náið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum um árabil.

Boðið er upp á fjölda vandaðra og hagnýtra lausna sem miða að því að auka færni starfsmanna og stjórnenda innan fyrirtækja. Lausnir geta verið í formi einstaklingsþjálfunar fyrir stjórnendur, ýmiss konar hópþjálfunar, fyrirlestra, námskeiða og lengri námslína.

Lögð er áhersla á ítarlega þarfagreiningu svo hægt sé að sérsníða lausnirnar eftir þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar, bæði í lengd og innihaldi. Flestar lausnir Vendum hafa að leiðarljósi aðferðafræði markþjálfunar en þegar fræðsla og markþjálfun fara saman má auka yfirfærslu þekkingarinnar umtalsvert, og þar með tryggja betri nýtingu á fjármagni og tíma sem varið er í fræðslu innan fyrirtækja.

Ef óskað er eftir fræðslu á öðrum sviðum en þjálfarar Vendum hafa sérþekkingu á, er Vendum í samstarfi við fjölda sérfræðinga á ólíkum sviðum og hefur milligöngu um þjónustu þeirra.

Nánari upplýsingar um fyrirtækjalausnir Vendum eru veittar í gegnum netfangið vendum@vendum.is