Jafningjastjórnun II

Jafningjastjórnun II

Almennt verð
129.900 kr
Afsláttarverð
129.900 kr
Magn verður að vera 1 eða meira

UM NÁMSKEIÐIÐ

Á námskeiðinu er farið í gegnum áhrifarík samskipti og teymisvinnu sem skilar árangri.  Hvernig er best  að búa til sterka liðsheild sem hefur sameiginlega sýn og stígur samstíga í þá átt? Þessari spurningu verður svarað  ásamt því að greina það sem helst grefur undan teymum og hvernig hægt er að fyrirbyggja það. Einnig verður áhersla á hagnýt ráð eins og faglega fundarstjórnun og hvernig best sé að stýra fundum þannig að allir taki þátt. Lagður er fyrir ítarlegur teymisgátlisti svo hver og einn getur speglað sig í hvað vel er gert  en einnig til að greina sóknartækifærin. Kenndar verðar þaulreyndar aðferðir í samskiptum sem byggja upp traust, þar sem áhersla er lögð á virka hlustun, spurningatækni og hvernig best sé að koma hlutum frá sér þannig að allir séu á sömu blaðsíðu. Farið verður yfir hvernig best sé að nálgast ólíka einstaklingum í samskiptum og með sérstaka áherslu á erfiða eða krefjandi einstaklinga í hópi. Fókusinn verður á hagnýt ráð sem að stjórnendur geta nýtt sér strax að loknu námskeiðinu. 

ÁVINNINGUR

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja leiðir til að hámarka teymið sitt.

  • Þekkja hvaða þættir það eru sem grafa undan teymum.

  • Kunna að stýra fundum faglega og þannig að allir taki þátt.

  • Hafa þjálfast í þaulreyndum samskiptaaðferðum.

  • Vita hvernig best sé að takast á við erfiða einstaklinga.

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda SigurðardóttirAlda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR. Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG

Tími: Kennsla fer fram á eftirfarandi tímum:

  • Þriðjudaginn 2. apríl frá kl. 9:00-16:00

  • Miðvikudaginn 10. apríl frá kl. 9:00-16:00

Lengd: 14 klst

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 129.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, hádegisverður, síðdegishressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.