Hrós, hvatning og leiðréttandi endurgjöf

Hrós, hvatning og leiðréttandi endurgjöf

Almennt verð
39.900 kr
Afsláttarverð
39.900 kr
Magn verður að vera 1 eða meira

UM NÁMSKEIÐIÐ

Eitt af mikilvægustu hlutverkum stjórnenda er að hvetja sitt fólk áfram en þeir þurfa einnig að geta sagt starfsfólki sínu til og leiðrétt hegðun þess þegar það á við. Afar mikilvægt er að stjórnendur kunni að veita starfsfólki sínu endurgjöf á manneskjulegan hátt hvort sem um er að ræða jákvæða endurgjöf fyrir vel unnin störf eða leiðréttandi endurgjöf með það markmið að bæta frammistöðu starfsfólks.

Á þessu hagnýta námskeiði sem er eitt vinsælasta námskeið Vendum er farið annars vegar yfir það hvernig á að hrósa starfsfólki á innihaldsríkan og hvetjandi hátt þannig að starfsmaðurinn raunverulega finni til sín og auki skuldbindingu. Hins vegar er farið yfir hvernig best sé að leiðrétta hegðun án þess að draga úr frumkvæði, innri hvatningu og skuldbindingu. Árangursríkast er að beita aðferðafræði sem hefur þau áhrif að fólk vilji sjálft leiðrétta hegðun sína.  Notast verður við dæmi úr raunumhverfi stjórnenda til að auðvelda yfirfærslu þekkingar á dagleg störf. 

ÁVINNINGUR

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Hafa öðlast aukna hæfni í að hrósa, hvetja og koma skilaboðum skýrt til skila en á manneskjulegan hátt.

  • Þekkja leiðir til að eiga heiðarlegri samskipti við starfsmenn á uppbyggjandi hátt.

  • Sjá aukið sjálfstraust starfsmanna og æskilegar breytingar á hegðun starfsmanna þar sem það á við.

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda SigurðardóttirAlda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík, kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR. Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG 

Námskeiðið verður á dagskrá haustið 2019 og vorið 2020.

September 2019

Kennsla fer fram mánudaginn 23. september frá kl. 13:00-16:00.

Febrúar 2020

Kennsla fer fram mánudaginn 10. febrúar frá kl. 9:00-12:00.


Lengd:
 3 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 39.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.