Árangursrík vald- og verkefnadreifing

Árangursrík vald- og verkefnadreifing

Almennt verð
44.900 kr
Afsláttarverð
44.900 kr
Magn verður að vera 1 eða meira

UM NÁMSKEIÐIÐ

Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig stjórnendur geta með markvissum og árangursríkum hætti losað um tíma sinn með því að fela öðrum það vald og þá ábyrgð sem til þarf til að ljúka verkefnum með fullnægjandi hætti. Einnig er fjallað um hvernig fylgjast má með framvindu.

ÁVINNINGUR

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að:

  • Hafa fengið betri yfirsýn yfir verkefnin sín og áttað sig á hvaða verkefnum þeir hafa tækifæri til að fela öðrum.

  • Hafa áttað sig á því hverjum þeir geta falið ákveðin verkefni og hvenær.

  • Hafa fengið leiðbeiningar um hvernig þeir geta gert aðilana ábyrga fyrir verkefnunum og aukið skuldbindingu þeirra á manneskjulegan hátt.

  • Hafa fengið leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við ef verkefnadreifingin gengur ekki upp af einhverjum ástæðum.

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda SigurðardóttirAlda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR. Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG NÁMSKEIÐS

Tími: Nánari upplýsingar væntanlegar.

Lengd:
 3,5 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 44.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.